top of page
Fjarri ys og þys...
Hótel Basalt er staðsett í Lundarreykjadal, einum af dölum Borgarfjarðar í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Vegur 52, um Lundarreykjadal, tengir saman Vesturland og Suðurland yfir Uxahryggi í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Silfur hringurinn, Gullni hringurinn og Snæfellsnesið eru dæmi um áhugaverðar dagsferðir frá hótelinu.
Herbergin
Basalt hótel er tilvalið fyrir einstaklinga og hópa fyrir styttri eða lengri dvalir. Við bjóðum upp á 11 tveggja manna herbergi og tvö fjölskylduherbergi sem einnig hafa gott aðgengi fyrir fatlaða. Öll herbergin hafa sér baðherbergi með sturtu.
HERBERGI
Veitingastaðurinn
Veitingahús Basalt Hótel er opið alla daga frá kl. 18:00 til kl. 21:00
Á veitingastaðnum er boðið upp á mat úr gæða hráefni úr gjöfulum sveitum Borgarfjarðar. Sjá matseðil.
VEITINGASTAÐURINN
Potturinn
12 manna heitur pottur þar sem hægt er að njóta lífsins með frábæru útsýni yfir dalinn eða uppí næturhimininn og dansandi norðurljósin á veturnar.
POTTURINN
Afþreying
Til viðbótar við friðsæla sveit og fallega náttúru er einnig margt að gera í grenndinni. Fallegar gönguleiðir eru á staðnum, Þingvellir, Reykholt og Borgarnes eru í innan klukkutíma fjarlægð og í tíu mínútna fjarlægð frá hótelinu er Krosslaug, gönguleið að Pétursvirki og bærinn Oddsstaðir þar sem boðið er upp á hestaferðir.
AFÞREYING
STAÐSETNING
Experience West Iceland
15 Reykjavík
16 Akranes
17 Borgarnes
19 The Cave
21 Arnarstapi
23 Hellissandur
24 Kirkjufell
26 Selfoss
bottom of page