Jólahlaðborð 2022
Hótel Basalt býður til veislu í aðdraganda hátíðar ljóss og friðar
Jólahlaðborð er árviss og kærkominn hluti af aðdraganda jóla. Þar gefst fjölskyldum, vinum og vinnufélögum tækifæri til að lyfta sér upp úr amstri hversdagsleikans og fagna því að fljótlega sér fyrir endann á skammdeginu en einnig til að hita upp fyrir hátíð ljóssins sem þá er skammt undan. Komdu þínum skemmtilega á óvart með því að bjóða þeim á jólahlaðborð á Hótel Basalt og komdu sjálfum þér skemmtilega á óvart með stórkostlegum matseðli sem kitlar bragðlaukana.
Hvert kvöld hefst með fordrykk á milli 18 og 19 og byrjar hlaðborðið í beinu framhaldi

Matseðill
Forréttir
Tvíreykt hangikjöt
Grafið lamb
Reyktur og grafinn lax með viðeigandi sósum
Síld í jólabúningi
Síldarsalat með rauðrófum
Rækjur í jólabúning
Laufabrauð og rúgbrauð
Aðalréttir
Purusteik
Kalkúnabringa
Hangikjöt
Meðlæti
Brúnaðar kartöflur
Uppstúfur
Waldorf salat
Ferskt salat
Rauðkál
Grænar baunir
Eftirréttir
Panna cotta með jólasósu
Súkkulaðikaka
Ostar og ávextir
(Með fyrirvara um minniháttar breytingar)
Dagsetningar
Nóvember
19/11 - Laugardagur
26/11 - Laugardagur
Desember
2/12 - Föstudagur
3/12 - Laugardagur
9/12 - Föstudagur
Verð
Jólahlaðborð - kr. 9.000,-
Tveggja manna herbergi 18.000,-
Fyrir tvo með gistingu í tveggja manna herbergi - 36.000,-
Morgunmatur innifalinn